Í hinni árlegu spá hjá sparkvefsíðunni
Fótbolta.net fyrir fyrstu deildina var KA spáð áttunda
sætinu en það eru fyrirliðar og þjálfarar liðanna í deildinni sem spá.
Smellið hér til að sjá spána
Í fyrra var liðinu spáð sjöunda sæti og gekk það ekki eftir þar sem við rétt sluppum við fall svo lítið var að marka
hana það sumarið.
Nú er komið að strákunum og afsanna þessa spá en einungis níu dagar eru þar til flautað verður til leiks gegn Fjarðabyggð í leik
sem fer að öllum líkindum fram í Boganum miðað við ástand valla bæjarsins.
Mynd: Ef eitthvað er að marka spánna munu Almarr og félagar lenda í áttunda sætinu í sumar.