Lokahóf 2.flokks: Aci bestur og Gauti efnilegastur (myndir)

Serbneski íslendingurinn Aci var leikmaður ársins
Serbneski íslendingurinn Aci var leikmaður ársins
Mikið var um dýrðir í KA-heimilinu síðastliðinn laugardag en þar hélt 2.flokkur sitt lokahóf með veglegri grillveislu og skemmtiatriðum einnig voru veitt alls kyns verðlaun fyrir sumarið.

Serbneski undrafolinn Aksentije Milisc var kjörinn bestur af leikmönnum flokksins en hann var einnig markahæstur. Gauti Gautason var valinn sá efnilegasti en Gauti spilaði feikna vel í sumar þrátt fyrir að vera á elsta ári í 3.flokki. Hinn blóðheiti Bjarni Duffield fékk verðlaun fyrir mestu framfarir. Jóhann Örn Sigurjónsson náði þeim merka áfanga að vera valinn vonbrigði sumarsins 3 árið í röð en ekki er vitað til þess að einhver annar hafi hlotið þessa nafnbót jafn oft og Jóhann og óskum við honum til hamingju með það, að lokum var Aron Pétursson valinn samloka ársins og fékk að launum veglega samloku, engin frekari skýring fylgjir þessari nafnbót þó.


Gauti var efnilegastur


Bjarni sýndi mestu framfarirnar


Egill afhendir Aroni veglega samloku 


Jóhann með vonbrigðarbikarinn 3.árið í röð