Menn gæða sér á dýrindis kvöldverð.
Síðastliðinn föstudag héldu strákarnir í öðrum flokki og Míló þjálfari lokahóf sitt. Búið er að
láta inn á vefinn myndaveislu frá atburðinum.
Strákarnir mættu prúðbúnir í KA-heimilið og byrjuðu á göngutúr um svæðið þar sem Míló
þjálfari ræddi um sumarið og framtíðina, bæði hjá þeim strákum sem verða áfram í flokknum og einnig hjá
þeim sem eru búnir með annan flokk.
Svo var stillt upp fyrir liðsmynd og mundaði meistarinn Doktor Pétur myndavélina á listilegan hátt eins og sjá má á myndunum í
albúminu. Eftir þetta löbbuðu strákarnir inn og settust við matborðið þar sem búið var að gera allt klárt og grillað kjöt
beið eftir mönnum.
Á meðan menn borðuðu gómsætan grillmatinn lét Míló aftur í sér heyra og skýrði hugmyndir sínar fyrir næsta
sumar hjá flokknum. Eftir það mætti KA-maðurinn Magnús Sigurður Sigurólason á svæðið og sagði skemmtilega sögu af Hauki
Heiðari Haukssyni síðan á Shell-mótinu í Vestmannaeyjum forðum daga þar sem Maggi var fararstjóri.
Leikmenn kusu bestan og efnilegastan. Davið Rúnar Bjarnason var kjörinn bestur og Blönduóskappinn Stefán Hafsteinsson sá efnilegasti. Doktor Pétur var
svo með sín verðlaun en hann ákvað að velja lélegasta mann sumarsins að hans mati. Jóhann Örn Sigurjónsson fékk þann vafasama
heiður og að launum Saller brúsahaldara. Doktorinn hafði ansi gaman að þessu en taka skal fram að þetta var allt gert í að gamni enda Doktor ekki
þekktur fyrir neitt annað en að vera einstaklega hress.
Að þessu loknu sátu menn og spjölluðu og ákváðu að hafa fótbolta daginn eftir þar sem ungir myndu etja kappi gegn gömlum. Þeir
eldri unnu yfirburðasigur á æfingasvæði Akureyrarvallar áður en haldið var upp í KA-heimili og farið í pottinn.
Til að sjá myndaveisluna skal smella hér