Lokahóf knattspyrnudeildar - Dean Martin kvaddur

Deanó kvaddur
Deanó kvaddur
Lokahóf knattspyrnudeildar var haldið s.l. laugardagskvöld á Hótel KEA. Á bilinu 60 - 70 manns komu saman og fögnuðu lokum tímabilsins. Á hófinu var Dean Martin kvaddur, en staðið var upp fyrir honum í tvígang og hann hylltur og honum þannig þakkað fyrir frábært starf í þágu félagsins. Haukur Heiðar Hauksson var kosinn efnilegastur og Sandor Matus bestur. Skemmtinefndin sem skipuð var stóð sig með sérstaklega vel og að öllum öðrum ólöstuðum má segja að Magnús Sigurólason, KA maðurinn mikli, hafi átt kvöldið með fjölmörgum framúrskarandi ræðum.

Það gleymdist að sjálfsögðu að gera ráð fyrir myndavél til að fylgjast með herlegheitunum.. þannig að síminn var bara brúkaður. Biðjumst velvirðingar á slæmum skilyrðum :-)


Haukur Heiðar efnilegastur og Sandur Matus bestur.