Lokahóf yngri flokka í fótboltanum fimmtudaginn 8. september

Næstkomandi fimmtudag, 8. september, verður efnt til lokahófs yngri flokka KA í knattspyrnu í KA-heimilinu og eru allir iðkendur í sumar eindregið hvattir til að mæta og taka þátt.

 

 

Lokahófið hefst stundvíslega kl. 17.30 með grillveislu og munu leikmenn meistaraflokks karla sjá um að grilla ofan í hópinn. Síðan færum við okkur niður í íþróttasal þar sem farið verður yfir liðið sumar og teknar myndir af flokkunum.

Við ítrekum ósk okkar um að allir iðkendur - frá 8. flokki og upp í 3. flokk - fjölmenni í KA-heimilið á lokahófið og ljúki farsælu knattspyrnusumri með stæl.