Lokahóf knattspyrnudeildar: Haukur Heiðar valinn besti leikmaðurinn

Haukur Heiðar var valinn besti leikmaðurinn
Haukur Heiðar var valinn besti leikmaðurinn
Lokahóf knattspyrnudeildar var haldið á Hótel KEA s.l. laugardagskvöld þar sem sumarið var gert upp af leikmönnum, stjórnarmönnum og stuðningsmönnum. Viðurkenningar voru veittar fyrir efnilegasta leikmanninn sem var valinn Hallgrímur Steingrímsson og fyrir besta leikmanninn sem var valinn Haukur Heiðar Hauksson. Haukur Heiðar var einnig valinn "Móði" ársins af Vinum Móða, stuðningsmannafélagi KA. Dean Martin þjálfari var valinn "Saggi" ársins af Vinum Sagga sem eru yngri stuðningsmenn félagsins.