19.09.2008
Á laugardagskvöldið eftir leik KA og Ólafsvíkinga fer fram lokahóf knattspyrnudeildarinnar á Hótel KEA og hefst kl. 20:00.
Skriðjöklar munu koma saman og spila fyrir dansi frá kl. 23:00 til 02:00. Þorvaldur Makan verður veislustjóri og óvæntur heiðursgestur gæti
litið við.
Aðgangur að lokahófinu og ballinu er aðeins 4.900 kr.
Miði á ballið selst á kr. 1.800 eftir kl. 23:00.
Allir að láta sjá sig og skemmta sér með góðum KA félögum!