Magnús Blöndal semur út tímabilið 2011

Fyrirliði 2. flokks KA, Magnús Blöndal hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við KA.

Maggi Blö eins og Magnús er kallaður skoraði sigurmark KA gegn KS/Leiftri á Akureyrarvellinum fyrr í sumar. Magnús hefur spilað sex leiki með meistaraflokki síðastliðin tvö ár og þá sem vinstri bakvörður eða á vængnum.

Magnús gekk upp úr 2.flokknum í sumar en hann hefur verið lykilleikmaður í flokknum síðastliðin þrjú ár.

,,Það eru góð tíðindi fyrir K.A. að Maggi Blö hafi skrifað undir nýjan samning enda efnilegur strákur sem á framtíðina fyrir sér. Einnig er mikilvægt að okkar uppöldu leikmenn fái tækifæri í meistaraflokk félagsins og því vonandi að Maggi og aðrir ungir strákar í meistaraflokknum leggi hart að sér og verði yngri krökkunum í KA góðar fyrirmyndir" sagði Gunnar Þórir Björnsson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar K.A.