Fyrirliði 2. flokks KA, Magnús Blöndal hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við KA.
Maggi Blö eins og Magnús er kallaður skoraði sigurmark KA gegn KS/Leiftri á Akureyrarvellinum fy

rr í sumar. Magnús hefur spilað sex leiki með meistaraflokki
síðastliðin tvö ár og þá sem vinstri bakvörður eða á vængnum.
Magnús gekk upp úr 2.flokknum í sumar en hann hefur verið lykilleikmaður í flokknum síðastliðin þrjú ár.
,,Það eru góð tíðindi fyrir K.A. að Maggi Blö hafi skrifað undir nýjan samning enda efnilegur strákur sem
á framtíðina fyrir sér. Einnig er mikilvægt að okkar uppöldu leikmenn fái tækifæri í meistaraflokk félagsins og
því vonandi að Maggi og aðrir ungir strákar í meistaraflokknum leggi hart að sér og verði yngri krökkunum í KA góðar
fyrirmyndir" sagði Gunnar Þórir Björnsson framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar K.A.