Margrét valin efnilegust

Margrét með viðurkenningu sína sem efnilegasti leikmaðurinn á Pæjumótinu.
Margrét með viðurkenningu sína sem efnilegasti leikmaðurinn á Pæjumótinu.
Margrét Árnadóttir í A-liði 5. flokks KA var valin efnilegasti leikmaðurinn á Pæjumótinu í Eyjum sem lauk í gær. Margrét er vel að þessari viðurkenningu komin, enda mikið efni á ferð. Hún hefur í vetur æft jöfnum höndum með 5. og 4. flokki KA og spilað með báðum flokkum. Til hamingju Margrét með viðurkenninguna!