Markalaust jafntefli á Akureyrarvelli í kvöld

KA menn gerðu markalaust jafntefli við Fjarðarbyggð í kvöld. Leikurinn var þó spennandi og áttu KA menn þó nokkur færi og voru óheppnir að ná ekki allavegana einu marki úr leiknum. Sandor Matus varði einnig víti sem dæmt var á KA í seinni hálfleik. Nánari umfjöllun um leikinn er að vænta á næstunni frá fréttaritara KA-Sport sem var á staðnum.