Markasúpa á Akureyrarvelli í gær

Stríðsdans Gunna Vals
Stríðsdans Gunna Vals
Það var sannkölluð markasúpa á Akureyrarvelli í gær þegar KA tók á móti Tindastól. Miðað við hvernig leikurinn spilaðist mátti ekki búast við svona mörgum mörkum.

Tindastóll byrjaði leikinn betur og áttu nokkur hálffæri inní vítateig okkar mann sem voru þéttir og komust skotin ekki á markið. Alltaf var KA maður tilbúin að fórna sér fyrir boltan.

KA hafa ekki verið sérstakir á síðasta þriðjung vallarins oft á tíðum í sumar en annað var uppá teningnum í gær.

Það var ,,varnarmaðurinn" Gunnar Valur sem kom okkar mönnum á bragðið þegar hann klippti boltann í netið eftir að Furness hafði varið skot frá nafna hans Gunnari Örvari. Gunnar Valur dansaði stríðsdans, sýndi byssurnar og spurning hvort að Stólarnir hafi orðið skelkaðir við þennan stríðsdans.

Það var síðan Gunnar Örvar sem skoraði mark númer 2 þegar hann fékk laglega sendingu inn fyrir frá Ævari Inga. Gunni var pollrólegur og klobbaði Furness í markinu. Ég er vissum að Gunni hefði viljað ná þessu á video og senda vinum og vandamönnum á Snap Chat, en Gunnar Örvar er þar virkur meðlimur.

KA menn voru ávalt ógnandi í sínum sóknaraðgerðum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en þrátt fyrir það urðu mörkin ekki fleiri í háflleiknum.

Í seinni hálfleik komu KA menn enn grimmari til leiks, Túfa og Bjarni hafa klárlega séð skelfingar svipinn á stólunum eftir markið frá Gunna Val og okkar menn ákváðu að nýta sér það.

Það var Ævar Ingi ,,hjartaknúsari" sem kom vélinni í gang í seinni háfleik þegar tveir leikmenn Tindastóls, sem voru ennþá í tilfinningarlegu sjokki eftir Gunna Val, vissu ekkert hvor átti að taka boltann eftir að Gunnar Örvar skallaði boltann inní teig. Ævar Ingi var fljótur að nýta sér misstök þeirra stal boltanum og skoraði laglega. Ævar hljópa beinustu leið að Túfa og knúsaði hann rækilega. Markið á 48.mín.

Á 52.mín var síðan Ævar aftur á ferðinni þegar Gunni snapchat leggur boltann á Ævar sem tekur gott skot og boltinn beint í markið. Gunnar Örvar þarna með sína þriðju stoðsendingu.

KA menn voru ekki alveg hættir. DJ Bjarki nælir í aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig. Á svæðið mætir Brian Gilmour og smellir boltanumm uppí samskeytin. Algjörlega óverjandi fyrir Furness í markinu. Þegar Brian skoraði var það 5 skot KA mann á markið og 5 mark í leiknum.

Leikurinn búinn þegar 58 mín voru á klukkunni.

Atli Sveinn átti síðan skalla af markteig beint fyrir framan markið, en á alveg óskiljanlega hátt náði Atli að skall framhjá.

Það voru Stólarnir sem áttu síðasta orðiði í leiknum en það var Jordan Branco sem sýndi fín tilþrif þegar hann sólaði í gegnum vörn KA og lagi boltann framhjá Sandor á 87. mín

Orri Gústaf sem byrjaði á bekknum í gær, kom inná og átti flotta spretti. Maður hélt að Orri væri ekki að komast framhjá manninum en þá kom einhver ótrúlegur kraftur í lappirnir á honum og hann spólaði framhjá varnarmönnum Tindastóls. Krossarnir eru ekki frásögu færandi, en hraðinn svakalegur.

Góð 3 stig hjá KA sem skora ekki alltaf 5 mörk í sama leiknum og hvað þá 4 úr opnum leik. Virkilega skemmtilegur leikur og eiga leikmenn hrósskilið fyrir sína frammistöðu.

Orri Gústaf sem byrjaði á bekknum kom inná og átti fína spretti

Byrjunarlið:
Mark: Sandor
Vörn: Ómar - Atli - Ívan - Jón H
Miðja: Gunnar Valur - Brian - Bjarki
Kanntar: Ævar Ingi - Darren
Frammi: Gunnar Örvar

Bekkurinn:
Fannar
Andrés Vilh.
Bjarni Mark
Gauti Gauta.
Davíð Rúnar
Orri Gústafs
Jakob Hafsteins.