Myndir: Meðlimir m.fl. mokuðu nývang í gær

Deanó klár í sumarið! Aaaaaa, the British Viking!
Deanó klár í sumarið! Aaaaaa, the British Viking!
Það var tekið á því á Nývangi í gær þegar meðlimir meistaraflokks KA tóku sig til og mokuðu snjóinn af Nývangi. Þetta flýtir fyrir því að völlurinn nái sér eftir veturinn og að strákarnir geti farið að æfa.

Athygli vakti í síðustu viku þegar Þórsarar ræstu nýja flotta hitaveitukerfið sitt sem bræðir allan snjó og hjálpar vellinum að ná sér en við verðum víst að sætta okkur við þetta, allavegana í bili! Enda eru KA menn þekkir fyrir engin vettlinga tök og nýttist þetta sem ágætis æfing! Myndirnar frá þessu er hægt að sjá hér, þær tók papparssí síðunnar Sævar Geir.