Meistaraflokkur heldur suður á bóginn.

Æfingasvæðið
Æfingasvæðið
Meistaraflokkur karla mun á þriðjudagsmorgun halda suður á bóginn, nánar tiltekið til Murcia á Spáni, þar sem liðið mun halda til í viku og æfa af kappi fyrir komandi átök í 1.deild karla.


Hópurinn sem fer út samanstendur af 30 leikmönnum og svo til viðbótar  3 manna þjálfarateymi, sjúkraþjálfara, framkvæmdarstjóra knattspyrnudeildar og fréttaritara heimasíðunnar.

Hópurinn gistir á Hótel Thalasia sem er rétt við æfingavöllinn sem liðið mun æfa á en sá völlur heitir Pinatar Arena og er nýlegt svæði sem er alveg í heimsklassa. Nánari upplýsingar og myndir af svæðinu má sjá á http://www.pinatararena.com/home.

Eins og fyrr segir verður fréttaritari heimasíðunnar með í för og mun koma hér á síðunna dagbók frá hverjum og einum degi þar sem dagarnir verða krufnir til mergjar, ásamt myndum og skemmtilegum myndböndum svo fólkið heima fái sem mest af stemmingunni beint í æð. Dagbókin mun birtast hér á síðunni í lok hvers dags ásamt nokkrum myndum með en á facebook síðun félagsins munu koma inn fleiri myndir yfir daginn svo við hvetjum fólk að fylgjast vel með á báðum vígstöðum og vera með í fjörinu frá byrjun.