Melar Sport bjóða nú upp á glænýtt námskeið fyrir 19 ára og yngri
Námskeiðið er sjálfstætt framhald af fræðslunámskeiðinu AFREKSMAÐURINN og fjallar sérstaklega um hugarfar og
íþróttasálfræði.
Námskeiðið byggist upp á
fræðslu og verklegum æfingum sem nýtast í íþróttum, námi og daglegu lífi.
Leiðbeinendur eru Viðar Halldórsson, íþróttafélagsfræðingur og Erlendur Egilsson, sálfræðingur.
Námskeiðið verður haldið sunnudaginn 29. maí í félagsheimili Vals að Hlíðarenda.
Verð aðeins kr. 8.000.
Hægt er að hafa samband við Viðar Halldórsson um nánari upplýsingar
Viðar Halldórsson
Íþróttafélagsfræðingur/Sport Sociologist
Sími/Tel. (+354) 825 6388