M.fl kvenna afhendir dagatölin
Stelpur úr m.fl Þór/KA kíktu í vikunni á æfingu hjá 5.fl. , 6.fl, og 7.fl kvenna. Þær eru nýbúnar að gefa út
dagatal fyrir árið 2012 en þetta er árlegt hjá stelpunum.
KA stelpur voru himinlifandi þegar m.fl kvenna bar að garði og ekki skemmdi það fyrir að Þór/KA stelpur brugðu á leik með yngri stelpunum og
spiluðu með þeim á æfingu. Að lokinni æfingu gáfu þær síðan stelpunum eintak af dagatalinu. Þegar þeim var
síðan afhent dagatalið fóru KA stelpur að skoða það og sáu þar myndir af þeim sjálfum síðan síðasta sumar
þegar þær löbbuðu inná völlinn með Þór/KA síðasta sumar.
Flott framtak hjá M.fl kvenna