M.fl og 2.fl mæta ÍA á morgun

Á morgun sumardaginn fyrsta ferðast bæði M.fl og 2.fl karla til Akraness þar sem bæði lið spila æfingaleiki við heimamenn í ÍA. Leikur m.fl er á undan og hefst hann kl 16.00 en leikur 2.fl er spilaður strax á eftir.


KA hefur gengið brösulega að ná stigum í Lengjubikarnum en hinsvegar verið að spila ágætlega. Nú er hinsvegar um æfingaleik að ræða og vonandi nær liðið að innbyrgða sigur í þetta skiptið.

Við á KA-sport hvetjum þá sem hafa hug á að renna á skagann og sjá okkar menn spila. Eins og fyrr segir hefst leikur m.fl kl 16.00 í Akranesshöllinni.