Mikil aðsókn hefur verið í knattspyrnuskóla Arsenal sem haldinn verður á KA-svæðinu næsta sumar, dagana 13.-17. júní. Sala á miðum hófst 4. desember sl. og hafa biðraðir myndast við KA-heimilið og rjúka miðarnir út, en takmarkaður fjöldi krakka kemst að í skólanum.
Sala á gjafakortum heldur áfram á morgun, miðvikudag og fer salan fram í KA-heimilinu milli kl. 16:30 og 18:00 og er boðskort í skólann tilvalinn jólagjöf fyrir fótboltaunnendur, stráka sem stelpur. Einnig er hægt að hafa samband við Pétur Ólafsson í síma 861-2884 til að nálgast miða.