Kvennalið Þórs/KA fær KR í heimsókn á Þórsvöll í dag klukkan 18:00. Leikurinn er liður í 14. umferð Pepsi deildar og má með sanni segja að mikið sé undir í leiknum.
Fyrir leikinn eru aðeins 5 umferðir eftir í deildinni og hafa stelpurnar 8 stiga forskot á toppi deildarinnar. Sigur í dag myndi sjá til þess að liðið héldi því forskoti þegar aðeins 12 stig yrðu eftir í pottinum.
Þór/KA vann fyrri leik liðanna 0-2 á Alvogenvellinum með mörkum frá Önnu Rakel Pétursdóttur og Söndru Mayor í síðari hálfleik. En það er ljóst að stelpurnar þurfa að hafa mikið fyrir stigunum í dag en KR liðið er búið að vera á góðu skriði að undanförnu og hefur unnið síðustu tvo leiki sína.
Við hvetjum alla sem geta til að mæta á Þórsvöll í dag og styðja stelpurnar til sigurs, áfram Þór/KA!
FÉLAG | L | U | J | T | MÖRK | NET | STIG | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Þór/KA | 13 | 11 | 2 | 0 | 32 - 9 | 23 | 35 |
2 | Breiðablik | 13 | 9 | 0 | 4 | 29 - 8 | 21 | 27 |
3 | Stjarnan | 14 | 8 | 3 | 3 | 33 - 14 | 19 | 27 |
4 | ÍBV | 13 | 8 | 3 | 2 | 27 - 13 | 14 | 27 |
5 | Valur | 13 | 8 | 1 | 4 | 31 - 14 | 17 | 25 |
6 | FH | 13 | 6 | 0 | 7 | 14 - 19 | -5 | 18 |
7 | Grindavík | 14 | 4 | 2 | 8 | 13 - 35 | -22 | 14 |
8 | KR | 13 | 4 | 0 | 9 | 12 - 29 | -17 | 12 |
9 | Fylkir | 13 | 1 | 2 | 10 | 8 - 28 | -20 | 5 |
10 | Haukar | 13 | 0 | 1 | 12 | 7 - 37 | -30 | 1 |