Mikilvægur heimaleikur í dag

Rajko ætlar að halda hreinu eins og í síðasta leik
Rajko ætlar að halda hreinu eins og í síðasta leik

KA tekur á móti Víkingi Ólafsvík í 17. umferð Pepsi deildarinnar í dag klukkan 18:00. Bæði lið eru í áhugaverðri stöðu en bæði er stutt í fallslaginn sem og upp í baráttuna í efri hluta deildarinnar.

Það er alveg ljóst að okkar lið ætlar sér sigur í dag enda hafa strákarnir engan áhuga á að vera bendlaðir við einhverja fallbaráttu. Liðið hefur leikið vel í sumar og gæti liðið hæglega verið með fleiri stig með aðeins meiri heppni.

Þegar liðin mættust fyrr í sumar í Ólafsvík vann KA frábæran 1-4 sigur þar sem að Emil Lyng skoraði þrennu og Elfar Árni Aðalsteinsson gerði eitt mark. Það má búast við hörkuleik í dag og hvetjum við alla sem geta til að mæta á Akureyrarvöll og styðja strákana til sigurs, þetta er einfaldlega gríðarlega mikilvægur leikur, áfram KA!

 FÉLAGLUJTMÖRKNETSTIG
1 Valur 16 10 4 2 28  -  12 16 34
2 Stjarnan 16 8 5 3 36  -  18 18 29
3 FH 14 6 6 2 23  -  16 7 24
4 Grindavík 16 7 3 6 21  -  28 -7 24
5 KR 15 6 4 5 23  -  20 3 22
6 Víkingur R. 16 6 4 6 21  -  22 -1 22
7 KA 16 5 6 5 29  -  24 5 21
8 Breiðablik 16 6 3 7 24  -  25 -1 21
9 Víkingur Ó. 16 6 1 9 18  -  28 -10 19
10 Fjölnir 15 4 4 7 17  -  24 -7 16
11 ÍBV 16 4 4 8 19  -  29 -10 16
12 ÍA 16 2 4 10 22  -  35 -13 10