Á morgun, mánudag, er fundur í KA-heimilinu kl. 20:00 um framtíðarskipulag á KA-svæðinu en eins og flestir ættu að hafa tekið eftir eru
að fara í gang umfangsmiklar framkvæmdir á svæðinu og verður farið yfir stöðu mála í þeim efnum.
Fundurinn er eins og áður segir klukkan átta í KA-heimilinu á morgun, mánudagskvöld.
Í mars var Lúðvík Georgsson frá KSÍ með erindi í KA-heimilinu þar sem hann ræddi um gervigras og venjulegt gras á
fótboltavelli en menn eru ekki sammála hvað á að gera í þeim málum.
Í vor var í gangi könnun á gömlu heimasíðu knattspyrnudeildarinnar þar sem lesendur voru beðnir að sýna álit sitt á
gerivgrasi á aðalkeppnisvelli KA og voru niðurstöðurnar einróma. 58% lesenda, leist illa á það, 8% ekki viss, 11% þokkalega og einungis 17% vel.
Alls svöruðu 426 manns þessari könnun.
Við hvetjum alla til að mæta og láta í ljós sína skoðun á þessum málum enda mikið í húfi og mikilvægt að
staðið verði rétt að málum.
Mynd: Hluti af umræddu svæði - leikur í gangi á grænum grasvellinum.