Míló t.h. ásamt strákunum í öðrum flokk á lokahófi flokksins sem fór fram síðustu helgi.
Knattspyrnudeild KA hefur endurráðið Slobodan Milisic (Miló) sem þjálfara 2. flokks karla í knattspyrnu. Frá þessu var gengið í
gær.
Bjarni Áskelsson, formaður knattspyrnudeildar KA, lýsti mikilli ánægju með þessa niðurstöðu, enda hafi Míló unnið mjög
gott starf með 2. flokk félagsins.
“Míló er frábær þjálfari og góður fagmaður sem hefur
miðlað af þekkingu sinni og reynslu til strákanna. Ég vænti mikils af áframhaldandi störfum hans fyrir félagið,” sagði
Bjarni.
Annar flokkur lenti í 8. sæti A-deildar Íslandsmótsins í ár og mun því aftur spila í A deildinni.