Myndaveisla frá kynningarkvöldinu

Samið um rekstur Akureyrarvallar næstu 5 árin!
Samið um rekstur Akureyrarvallar næstu 5 árin!
Kynningarkvöld KA fór fram sl. miðvikudagskvöld þar sem ýmsir dyggir stuðningsmenn mættu og áttu góða kvöldstund í félagsskap góðra KA-félaga.

Af venjulegri dagskrá ber að nefna að skrifað var undir samning við Akureyrarbæ um rekstur Akureyrarvallar og einnig voru fleiri samningar við styrktaraðila innsiglaðir sem er ekkert nema gleðiefni.

Bjarni Áskelsson formaður knattspyrnudeildar hélt stutta tölu og ræddi m.a. um sumarið og stöðu mannvirkjamála hjá félaginu. Að því loknu kynnti Dínó liðið og sagði hvernig stefnan hjá liðinu væri og biðlaði til stuðningsmanna að standa við bakið á strákunum. Tveir af höfuðpaurunum í Vinum Sagga kynntu þeirra starf og vonuðust eftir því að fleira fólk myndi ganga til liðs við þá í sumar.

Myndaveisla frá kynningarkvöldinu er komin í myndaalbúmið.
Smellið hér til að sjá myndirnar eða farið í 'Myndir' hér að ofan.