Myndaveisla: Kynningarkvöldið og fundur hjá Vinum Sagga

Myndir frá kynningarkvöldi knattspyrnudeildar sem fram fór sl. föstudagskvöld og myndir frá opnum fundi hjá Vinum Sagga sem fór fram á fimmtudeginum eru komnar inn á síðuna.

Kynningarkvöldið þótti heppnast vel en fjöldi KA-manna var mættur og hlustuðu á ræður frá Dínó, Gassa og Stefáni Gunnlaugssyni formanni KA. Dínó fór yfir sumarið og undirbúningstímabilið ásamt því að kynna strákana sína. Gassi stiklaði á stóru og Stefán hvatti strákana til dáða.

Eftir skipulagða dagskrá kvöldsins var kitlað bragðlaukana með veitingum og drykkjum og var spjallað langt fram eftir kvöldi um sumarið og fleira.

Á fundinum hjá stuðningsmannafélaginu Vinum Sagga var starfsemi sumarsins kynnt og það sem væri framundan hjá þeim.

Hægt er að smella á tenglana hér fyrir neðan til að sjá myndirnar en þær eru einnig aðgengilegar undir myndasíðunni hér til vinstri.

Kynningarkvöldið (Myndir)
Fundur hjá Vinum Sagga (Myndir)