Myndaveisla: Strákarnir skelltu sér í ísbað

Það er ekkert slegið slöku við í æfingum þrátt fyrir að það sé einungis vika í mót en eftir æfingu dagsins skelltu strákarnir sér í ísbað áður en farið var í heita pottinn að slaka á. Við skulum líta á hvernig það gekk.


Ingi Freyr og Dínó riðu á vaðið...


Arnar Már og Guðmundur Óli voru næstir í röðinni..ekkert mál...


Arnór hress en Magnús Blöndal virðist ekki vera alltof ánægður með hitastigið á vatninu..


Þórður Arnar nýkominn frá Bandaríkjunum lætur sér fátt um finnast eins og fyrirliðanum reyndar líka...


Túfa alveg að bugast en Janez er svellkaldur og virðist ekki finna fyrir þessu!


Orra Gözza og Kidda leið aftur á móti ekki eins vel!


Menn biðu óþreyjufullir eftir því að geta hoppað ofan í ískalt vatnið!


Potturinn var nokkuð hlýrri og stoppuðu menn mun lengur við þar..


Steinþóri líður bara vel en Sissi lítur út fyrir að vera á milli heims og helju!


Steini Eiðs tímavörður passaði að menn væru nú ekkert að svindla á tímanum...


Steinn nýkominn frá Noregi þar sem hann var með U19 landsliðinu og Andri Fannar sluppu að sjálfsögðu ekki við nístíngskalda vatnið!


Haukur hló bara að þessu en Hinrik og Þorsteinn voru ekki jafn upplitsdjarfir.