,, Come to daddy son !!´´
Lífið er ekki bara fótbolti, leikir og æfingar hjá mfl. karla sbr. þessa myndaveislu sem hér er boðið til. Umsögn GN um
síðustu tvær sjóferðir KA-manna ásamt ógrynni af góðum myndum.
Myndir frá sjóstangveiðiferðinni
Myndir frá róðrakeppninni á Pollinum
Á dögunum reyndu þeir td fyrir sér sem fiskimenn þegar liðið fór á sjóstöng frá Árskógsströnd með
Níelsi Jónssyni EA.
Eins og búast mátti við gekk mikið á í þessari veiðiferð og mörg gullkorn flugu. Sérstaklega var „eðlilegt" að heyra
hina veiðiglöðu ávarpa fiska og fagna komu þeirra á öngula eins og engin yrði morgundagurinn. Menn veltu td fyrir sér hvað saklaus ufsi
hefði til saka unnið þegar Stubbs heyrist segja
,, Come to daddy son !!´´
Aðrir sýndu og sönnuðu að þeir eru ekki veiðimenn enda s.s ekki allir sem geta eða þurfa að vera þannig. T.d leikur grunur á
því að ónefndur miðjumaður í mfl. hafi ekki orðið var þrátt fyrir rúmlega þriggja tíma ástundun, meðan
aðrir mokuðu fiski á land !!
Það fór svo að tríóið sem skipað var þeim Kristjáni Páli, Dodda, og Orra öfluðu mest en þó þurfti
bráðabana til þess að fá úrslit. Sigur þeirra var svo innsiglaður þegar Kristján beit bakugga af þorskinum sem skóp sigur
þeirra. Mönnum þótti mjög vel að verki staðið hjá Kristjáni, bitinn var á við heila máltíð.
Í þessari viku fór svo fram róðrarkeppni milli yngri og eldri svona a la Cambridge vs. Oxford. Fengnir voru að láni tveir
kappróðrarbátar frá Siglingaklúbbnum Nökkva og róið eins og lífið lægi við að líkamsræktarstöðinni
Átaki og til baka.
Þessi keppni gleymist þeim sem sáu hana frekar seint annað liðið hreinlega stakk af astrax í upphafi og var ekki hægt að mæla með
hefðbundnum hætti þ.e bátslengdum.
,,Við hefðum þurft að tala um skipslengdir´´ sagði einn gamall róðrarmeistari sem keppnina sá.
Annað liðið virtist ekki hafa gert annað um dagana en róa kappróðrarbátum meðan hitt virtist vera meira í því að refsa
sjónum, með því að berja árum í hann,
,,Þetta er allavega ekki róður´´ sagði
fyrrnefnd kempa og tók hraustlega í nefið.
Til að gæta sannmælis þá höfðu þeir sem töpuðu reyndar orð á því að hitt liðið hefið stolið
árum úr bát þeirra fyrir keppni!! Ekki veit pikkari hvort var um að ræða afsökun eða staðreynd. Það sem pikkari
hinsvegar veit er að báðar þessar ferðir voru mjög velheppnaðar, og myndirnar tók sérlegur papparassi okkar Sævar Geir
Sigurjónsson.