KA-TV: Mörkin úr 3-0 sigrinum á Fram

Elfar Árni skoraði fyrsta mark sumarsins
Elfar Árni skoraði fyrsta mark sumarsins

KA tók á móti Fram í fyrstu umferð Inkasso-deildarinnar á KA-velli í gær. Mikil eftirvænting var fyrir leiknum enda fyrsti leikur sumarsins og búist er við miklu af KA liðinu í sumar. Eftir markalausan fyrri hálfleik náði liðið að sýna flotta spilamennsku í síðari hálfleik og vannst að lokum 3-0 sigur en mörkin gerðu þeir Elfar Árni Aðalsteinsson, Aleksandar Trninic og Almarr Ormarsson.

Leikurinn var sýndur beint á KA-TV en þetta var fyrsta útsendingin og tókst hún vel upp. Hér má sjá mörkin úr leiknum en leiknum lýstu þeir Egill Ármann Kristinsson og Pétur Kristjánsson.