Í síðustu viku fóru KA-menn með sigur af hólmi á Haukum á Akureyrarvellinum og eina mark leiksins skoraði ungverski framherjinn David Disztl en
það var jafnframt hans fyrsta mark fyrir félagið síðan hann kom í vor.
Markið kom á 72. mínútu eftir gott þríhyrningsspil á kantinum hjá Dínó og Hauki Heiðari sem endaði með
hnitmiðaðri fyrirgjöf frá þeim síðarnefnda beint á Disztl sem átti ekki í vandræðum með að koma boltanum í
netið.
Smellið hér til að sækja myndbandið
(13,26mb - wmv)
Mynd: Markinu fagnað