Myndir af jólaæfingu yngri flokka í Boganum

Jólasveinarnir voru kampakátir
Jólasveinarnir voru kampakátir
Sl. laugardag var síðasta æfing fyrir jólafrí hjá yngri flokkunum og að því tilefni mættu iðkendur með jólasveinahúfur og í skrautlegum búningum. Aðalmálið var þó að tveir jólasveinar gáfu sér tíma og kíktu á krakkana og tóku m.a. þátt í æfingunum.

Auðunn Víglundsson var á svæðinu og tók fjölmargar myndir sem eru nú komnar á netið en þær eru alls 174 talsins í myndaalbúminu sem hægt er að fara á með því að smella á tengilinn hér að neðan.

Núna er komið jólafrí í fótboltanum en æfingar hefjast aftur þriðjudaginn 5. janúar.

Smellið hér til að sjá myndirnar