N1-kortið skilar KA ávinningi!

N1 er stærsti samstarfsaðili knattspyrnudeildar KA og í gegnum það samstarf býðst öllum stuðningsmönnum félagsins að sækja um N1-kort. Umsóknareyðublað er hægt að nálgast á sölustöðum N1 á Akureyri, á www.n1.is eða hjá knattspyrnudeild KA. Allir sannir stuðningsmenn knattspyrnudeildar KA eru hvattir til að fá sér N1-vildarkortið, sem veitir afslátt bæði af eldsneyti og öðrum rekstrarvörum sem félagið selur og um leið renna nokkrar krónur til KA.

N1-kortið veitir 5 krónu afslátt af eldsneyti sem skiptist í 3 krónur af dæluverði og 2 krónur í formi punkta. Að auki fer hluti af hverjum eldsneytislítra til KA.

Dæmi um kjör er 15% afsláttur af hjólbörðum, af vinnu við hjólbarða og dekkjageymslu og 3% afsláttur í formi punkta og 15% afsláttur af bíla- og rekstrarvörum og þar af 3% afsláttur í formi punkta.

Til að nýta sér þennan afslátt verða félagsmenn að greiða með N1-korti. Mikilvægt er að tengja kortið við hópanúmer KA, sem er 474.

Ef KA-menn eiga nú þegar greiðslulykil eða N1-kort er unnt að senda tölvupóst á n1@n1.is með kennitölu sinni og kjör viðkomandi verða uppfærð á ofangreind kjör. Takið fram að þið viljið tengja kortið við hópanúmer KA.

Allar nánari upplýsingar má nálgast í þjónustuveri N1 í síma 440 1100 eða með tölvupósti á n1@n1.is.

Stuðningsmenn KA eru eindregið hvattir til að sækja um N1-kort - það kostar viðkomandi ekki krónu en gefur viðkomandi ágætis afslátt á bæði eldsneyti og rekstrarvörum um leið og fjármunir renna til KA. Þetta er kærkomin leið - án útgjalda - til þess að styðja við bakið á KA.