28.09.2011
Nú þegar eru farnar að berast fyrirspurnir um hvenær hið vinsæla N1-mót KA í knattspyrnu í 5. aldursflokki drengja verði á næsta
ári. Það skal hér með upplýst að mótið verður haldið dagana 4. til 7. júlí 2012 á KA-svæðinu. Mótið
hefst að vanda á miðvikudegi - 4. júlí - og því lýkur laugardaginn 7. júlí. Nánari upplýsingar verða birtar á
heimasíðu mótsins - sjá hnapp hér efst á síðunni lengst til hægri.
Tímasetning mótsins helst sem fyrr í hendur við Shell-mótið í Eyjum í 6. aldursflokki drengja, en það verður að vanda í
vikunni á undan N1-mótinu, dagana. 27. júní til 1. júlí.