N1-mót KA 2013 verður dagana 3.-6. júlí

Tuttugasta og sjöunda N1-mót KA 2013 fyrir 5. flokkk karla verður dagana 3.-6. júlí og því er um að gera að taka helgina frá sem fyrst. T'ímasetning þessa móts tekur ávallt mið af þeim árlegu mótum sem eru á undan, en um er að ræða þrjú mót þrjár helgar í röð frá miðjum júní; Pæjumótið í Eyjum, Norðurálsmótið á Akranesi fyrir 7. flokk kk og Shellmótið í Eyjum fyrir 6. flokk kk. Fjórða helgin er síðan frátekin fyrir N1-mót KA.