N1-mót KA verður haldið dagana 01-04 júlí 2015. Mótið hefst miðvikudaginn 01.júlí og lýkur með verðlaunaafhendingu og mótsslitum laugardaginn 04 júlí.
Eins og áður verður gist í skólum í nágrenni KA-vallar og er þátttökugjaldið 17.900 kr fyrir hvern einstakling. Þátttökutilkynning þarf að vera staðfest eigi síðar en 01.maí 2015. Leiktími verður 2x15 mín og spilað verður í a, b, c, d, e og hugsanlega f deildum.
Gaman er að segja frá því að allar líkur eru á því að við eigum von á einhverjum liðum erlendis frá þetta sumarið.
Nánari upplýsingar veitir Sævar í gegnum saevar@ka-sport.is