Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum KA-manni að á hverju ári, fyrstu helgina í júlí, heldur KA eitt stærsta
knattspyrnumót landsins ætlað strákum í fimmta flokki karla og koma lið frá öllu landinu á mótið.
Mörghundruð strákar streyma til Akureyrar á morgun en fyrstu leikir hefjast kl. 15:00 en leikið er á

tíu völlum á KA-svæðinu sem verður undirlagt
fótboltastrákum frá morgni til kvölds, alla dagana.
Mikið fjör og góð stemning er á mótinu en leikið er frá miðvikudegi og fram á laugardag og um að gera fyrir Akureyringa að líta
við á KA-svæðinu til að fylgjast með fótboltaköppum framtíðarinnar.
Mynd: Hressir Stjörnustrákar á mótinu í fyrra
Frekari upplýsingar eru á heimasíðu mótsins