Í tilefni af N1-móti KA veitir N1, aðalstyrktaraðili mótsins, 15 krónu afslátt af eldsneyti í dag og gildir afslátturinn til miðnættis í kvöld!
Í frétt á heimasíðu N1 segir orðrétt:
"Skipulag mótsins er til fyrirmyndar líkt og áður og gott samstarf ríkir svo sannarlega áfram á milli N1 KA manna og N1 og verður vonandi framhald þar á.
Mótið þykir eitt besta og sterkasta mót yngri flokka drengja en þar má sjá stjörnur framtíðarinnar. Færustu leikmenn íslandssögunnar hafa stigið sín fyrstu frægðarspor á mótinu.
Gaman er að segja frá því að mótið verður tekið upp og frumsýnt á Stöð 2 Sport fimmtudagskvöldið 12.
júlí.
Nánari upplýsingar og fréttir af mótinu má finna á http://www.ka-sport.is/n1motid/
Í tilefni N1 mótsins á Akureyri um helgina lækkar N1 verð á lítra af bensíni og díseilolíu um 15 kr. til miðnættis í dag, 5. júlí. Bensínlítrinn kostar því 228,70 kr. á N1 í dag en lítri af díselolíu kostar 228,50 krónur. Verðlækkunin gildir til miðnættis.