N1 mót: Fer að styttast í mót

Þá er komið að því enn einu sinni N1 mót KA nálgast óðfluga og Gunnar Gunnarsson og Magnús Sigurólason eyða enn fleiri mínútum en venjulega í símanum við skipulagning mótsins en það þarf að líta í ansi mörg horn svo allt gangi upp. Mikill áhugi er fyrir mótinu og eykst hann með hverju ári en 144 lið eru skráð á mótið, þar af eitt frá Færeyjum líkt og í fyrra. Á næstu dögum fara málin að skýrast, riðlar verða klárir um helgina og 10 dögum fyrir mótið verður leikjaniðurröðun klár. Þann 30. júní kemur svo út blað N1-mótsins þar sem hægt verður að nálgast allar upplýsingar. Fyrir utan að spila fótbolta verður keppendum boðið í bíó og fá þeir að sjálfsögðu frítt í sund auk annara skemmtilegra viðburða.