Næstu leikir: Lengjubikarinn

Þegar einu móti lýkur hefst annað. KA tryggði sér sigur í Soccerade mótinu í gær eins og sagt er frá hér í fréttinni fyrir neðan. Það er hinsvegar ekki langt hlé hjá okkar strákum en þeir hefja leik í Lengjubikarnum 19.febrúar næstkomandi. Mótið er spila í nokkrum riðlum og nokkrum styrkleika flokkum. KA er í A deild riðli eitt þar sem þeir spila 7 leiki þar af 4 leiki í Boganum.

A deild riðill 1 er svona skipaður:

Breiðablik
Grótta
ÍA 
KA
Keflavík
KR
Selfoss
Þór

Fyrsti leikur KA er í Akraneshöllinni 19.febrúar kl 16:00 þar sem þeir mæta liði Gróttu. Eftir það kemur síðan heimaleikur á móti ÍA þar sem Dean Martin og Arnar Már Guðjónsson mæta aftur í Bogann. Leikurinn er laugardaginn 26.febrúar kl 17.30.

Nú er búið að uppfæra töfluna sem er uppi hægra meginn á síðunni þar sem hægt er að sjá næstu leiki og nýjustu úrslit. Þannig ætti ekki að fara framhjá okkur hvenær og hvar næstu leikir KA eru. Síðan hefur verið að blómstra á ný og getur fólk fylgst vel með hvað er að gerast í fótboltanum hjá KA.

Í lokin vil ég benda fólki á að lesa grein um sigur KA á Þór í Soccerade mótinu sem er hér fyrir neðan en myndir tengdar þeirri frétt koma inn seinna í dag.

- Egill Ármann Kristinsson