Á morgun er á dagskrá leikur hjá KA í Lengjubikarnum þegar annar nágrannaslagur vetrarins fer fram. Þór og KA eru saman í riðli
í keppninni og því verður boðið upp á hörku fótboltaleik á morgun í Boganum.
Þórsarar unnu leik þessara liða í Soccerademótinu 1-0 þar sem KA-menn

náðu aldrei að sýna sitt rétta
andlit og eiga því þeir gulklæddu harma að hefna.
Þór hafa leikið tvo leiki í riðlinum, 1-0 tap gegn Val og 3-2 sigur á Aftureldingu en aftur á móti hefur KA einungis leikið einn leik og
það var tapleikur gegn Fjölni.
Leikurinn hefst kl. 19:15 í Boganum og hvetjum við alla KA-menn til að fjölmenna á leikinn.
Mynd: Ingi Freyr og félagar eru staðráðnir í að tapa ekki öðrum leiknum í röð gegn Þór í vetur.