Níu leikmenn sömdu við Þór/KA

Harpa, Anna Rakel og Sara Mjöll.
Harpa, Anna Rakel og Sara Mjöll.

Það er mikið gleðiefni að níu leikmenn skrifuðu undir samning við Þór/KA um að spila áfram með liðinu.

Þetta eru þær Andrea Mist Pálsdóttir, Anna Rakel Pétursdóttir, Harpa Jóhannsdóttir, Lillý Rut Hlynsdóttir, Karen Nóadóttir, Sandra María Jessen, Sara Mjöll Jóhannsdóttir, Sara Skaptadóttir og Sylvía Rán Sigurðardóttir. 

Þær eiga það allar sameiginlegt fyrir utan Kareni að eiga að baki unglingalandsleiki og er því um mikin efnivið að ræða. 

Anna Rakel, Harpa, Karen og Sara Mjöll komu allar upp úr yngri flokka starfi KA og eru þær góðar fyrirmyndir fyrir yngri stelpur félagsins. Þá hafa Anna Rakel, Harpa og Sandra María verið að þjálfa 5.-8. fl kvenna í vetur hjá félaginu. 

Það verður gaman að fylgjast með þessum leikmönnum á komandi tímabilum og óskum við þeim til hamingju með samninginn.