Nivea og Strikið veita manni leiksins veglega pakka

Tinna Óttarsdóttir, fyrrum fyrirliði kvennaliðs KA og núverandi starfsmaður Nivea er hér með körfuna…
Tinna Óttarsdóttir, fyrrum fyrirliði kvennaliðs KA og núverandi starfsmaður Nivea er hér með körfuna sem veitt verður
Árlega velur dómnefnd, sem fer huldu höfði,  mann leiksins á hverjum heimaleik og alltaf hefur verið veglegur fengur í boði fyrir þann sem þykir standa sig best í hverjum leik. Búið er að skipa dómnefnd og gerður var samningur við Strikið, sem hefur undanfarin ár gefið gjafabréf og Nivea sem veitir stútfulla gjafakörfu af "beauty" vörum  svo leikmenn okkar geti litið sem best út þegar útá völlinn kemur.  Strikið gefur líkt og undanfarin ár gjafabréf í mat og drykk. Karfan og gjafabréfið verða veitt manni leiksins í leikslok á hverjum leik og sá fyrsi pakkinn verður veittur í Boganum á föstudaginn eftir leik KA og ÍR sem allir KA menn ætla að fjölmenn á og láta þakið hrynja af boganum!

KA þakkar Strikinu og Nivea kærlega fyrir stuðninginn og munið að ef þið ætlið út að borða, puntið ykkur upp með snyrtivörum frá Nivea og gæðið ykkur svo á dýrindis mat á Strikinu, það er uppskrift sem getur ekki klikkað.