Njarðvík - KA í beinni útvarpslýsingu!

Bein útsending verður frá leik Njarðvíkur og KA sem fram fer í kvöld á Njarðvíkurvelli á útvarpi Sögu. Hægt er að hlusta á netinu, www.utvarpsaga.is og fm92.1 hér á Akureyri.

Leikurinn hefst kl. 20:00 og er eins og áður segir á Njarðvíkurvelli og er þetta því kjörið tækifæri fyrir Akureyringa til að fylgjast með leiknum.

Stöðin er aðgengileg bæði á netinu og svo er hún á tíðninni FM 92.1 hér á Akureyri.

Svo er bara að vona að strákarnir nái þriðja sigrinum í röð og komi með þrjú stig heim!

www.utvarpsaga.is