Á laugardag er nóg að gerast í kringum félagið. KA-dagurinn, KA tekur á móti HK, leikur hjá 3. flokki kvenna og Vinir Sagga að hita upp
fyrir leik og mikil stemning.
Dagurinn hefst snemma en kl. 10 hefst KA-dagurinn í KA-heimilinu sem er árlegur atburður hjá yngriflokkastarfi fótboltans en þessi dagur markar iðulega
upphaf sumaræfinga hjá krökkunum. Nóg verður um þar að vera og einhverjar kræsingar á boðstólnum. Nánar á
síðunni þeirra,
ka.fun.is
Vinir Sagga ætla svo að hittast á Bryggjunni á morgun kl. 11:30 og hita upp fyrir stórleik KA og HK í deildinni. Þar verður gríðarlega gott
tilboð á pizzu og drykk og hvetjum við alla til að mæta þangað.
Skömmu fyrir tvö fara síðan Saggarnir af Bryggjunni og bruna út á Þórsvöll þar sem leikur KA og HK fer fram.
Þegar KA og HK er búinn hefst svo leikur KA og Hattar í þriðja flokki kvenna inni í Boga.
Við hvetjum allt KA fólk til að taka þátt í þessum atburðum á morgun!