Nóg að gerast á KA vellinum um helgina

Það verður að segjast að nóg er um að vara á knattspyrnusvæði KA manna þessa helgi. Alls fara fram 8 leikir á KA vellinum, föstudag, laugardag og sunnudag.

Veislan hefst kl 17.00 á föstudag og lýkur kl 14.00 á sunnudag.

Leikir helgarinnar:

Föst kl 17.00 KA - KS/Leiftur 4.fl kk A-lið
Föst kl 17.00 KA - KS/leiftur 5.fl kvk A-lið
Föst kl 17.50 KA - Þór 2 5.fl kvk B-lið

Lau kl 11.30 KA2 - KS/Leiftur 4.fl kk A-lið
Lau kl 12.00 KA2 - Þór 5.fl kk A-lið (Umspil um laust sæti í úrslitum)
Lau kl 13.30 KA - ÍA 3.fl kk
Lau kl 16.00 KA - ÍA meistaraflokkur (Akureyrarvöllur)

Sun kl 12.00 KA - Fram/Haukar 3.fl kvk

Við viljum hvetja alla til þess að líta við á svæðið og skoða þessa leiki sem fram fara um helgina. Þetta er algjör veisla sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Mynd: Helena (vinstri) og Karen Birna (hægri) spila með 3.fl kvenna á sunnudag á móti Fram/Haukar