Norbert áfram næstu tvö árin

Þessa dagana er verið að móta og styrkja leikmannahópinn fyrir átök næsta sumars og liður í því er eðlilega að reyna að halda mönnum sem fyrir eru.

Búið er að semja við þrjá stráka sem gengu upp úr öðrum flokknum og nú var samið við Ungverjann Norbert Farkas til tveggja ára.

Norbert kom til liðsins í vetur en hann er fæddur árið 1977 og því á 31. aldursári.

Hann lék alla leiki liðsins í sumar, 24 talsins í deild og bikar og skoraði í þeim fjögur mörk.