Norðurlandamót U-17 hefst á þriðjudag

Norðurlandamót U-17 landsliða pilta hefst nk. þriðjudag, en mótið verður spilað á völlum á Norðurlandi, m.a. á Akureyrarvelli, heimavelli KA. Mótið er spilað í tveimur riðlum og eru átta þátttökulið; Ísland 1 og 2, Svíþjóð, Noregur, Finnland, Danmörk, Færeyjar og England. Athygli er vakin á því að ókeypis er á leikina og því er um að gera að fjölmenna á völlinn og sjá fótboltastráka framtíðarinnar á Norðurlöndum taka á því.

 

Leikirnir í A-riðli í mótinu eru:
2. ágúst kl. 14 - England-Færeyjar - Þórsvöllur
2. ágúst kl. 16 - Ísland 1-Noregur - Þórsvöllur
3. ágúst kl. 14 - Ísland 1-Færeyjar - Sauðárkróksvöllur
3. ágúst kl. 16 - England-Noregur - Sauðárkróksvöllur
5. ágúst kl. 13 - Noregur-Færeyjar - Dalvíkurvöllur
5. ágúst kl. 15 - Ísland 1-England - Dalvíkurvöllur

Leikirnir í B-riðli í mótinu eru:
2. ágúst kl. 14 - Ísland 2-Svíþjóð - Akureyrarvöllur
2. ágúst kl. 19 - Danmörk-Finnland - Akureyrarvöllur
3. ágúst kl. 14 - Ísland 2-Finnland - Ólafsfjarðarvöllur
3. ágúst kl. 16 - Svíþjóð-Danmörk - Ólafsfjarðarvöllur
5. ágúst kl. 14 - Ísland 2-Danmörk - Húsavíkurvöllur
5. ágúst kl. 16 - Finnland-Svíþjóð - Húsavíkurvöllur

Leikir um sæti verða síðan sunnudaginn 7. ágúst og verður leikur um 5. sætið á Akureyrarvelli kl. 11.

Tveir KA-menn eru í landsliðum Íslands á mótinu - miðjumaðurinn Ævar Ingi Jóhannesson er í landsliði Íslands 1 og markmaðurinn Fannar Hafsteinsson er í landsliði Íslands 2.