KA 2 hefur leik á laugardaginn og mætir Dalvík/Reyni klukkan 15:15 í í Boganum að sjálfsögðu. Nýtt fyrirkomulag er á mótinu í ár þar sem færri lið eru skráð til leiks en áður þar sem Magni frá Grenivík tekur ekki þátt í ár. Í stað þess að spilað er í tveimur riðlum er spilað í einni deild.
KA 1 hefur svo leik á sunnudaginn þegar þeir mæta Þór 2 kl 15:15.
Hér að neðan er leikjaskipulagið fyrir okkar lið í mótinu og hvetjum við alla KA-menn að fylgjast með liðunum tveim í þessum leikjum sem framundan eru. En við hér á síðunni munum fylgjast vel með og koma með umfjallanir um leikina og aldrei að vita nema myndbrot líti dagsins ljós úr stærstu leikjunum.
KA 1
6. jan kl: 15:15 KA - Þór 2
12. jan kl: 15:15 KA - KF
19. jan kl: 15:15 KA - Dalvík/Reynir
23. jan kl: 20:00 KA - KA 2
3. feb kl: 16:00 KA - Völsungur
8. feb kl: 20:00 KA - Þór
KA 2
5. jan kl: 15:15 KA 2 - Dalvík/Reynir
13. jan kl: 17:15 KA 2 - KF
18. jan kl: 20:00 KA 2 - Þór
23. jan kl: 20:00 KA 2 - KA
27. jan kl: 15:15 KA 2 - Völsungur
10. feb kl: 15:15 KA 2 - Þór 2