Nýjasti liðsmaður KA er R&B stjarna í Svíþjóð! - Hlustaðu á nýjasta lagið hans hér!
29.04.2011
Boris í baráttunni!
Hinn eiturspræki Svíi Boris Lumbana gekk formlega í raðir KA í gær en hann kemur að láni frá hinu fróma úrvalsdeildarfélagi
Örebro. Strákurinn er flottur fótboltamaður, snöggur varnarjaxl. En hann er ekki bara fótboltamaður, o nei, ne,i nei, hann er líka
tónlistarmaður og hefur gefið út nokkur lög. Tónlistin sem hann gerir er svokölluð RnB tónlist, en sú stefna tröllríður
öllu um þessar mundir og skemmst er að minnast vinsælda hins íslenska Friðriks Dórs í þeim efnum. Heyrst hefur að ónefndir
aðilar á Akureyri sem tengjast útvarps- og tónlistarbransanum séu spenntir fyrir Boris og ætli þeir jafnvel að gera eitthvað úr
sönghæfileikum hans!
Boris sendi síðast lag frá sér í febrúar. Lagið heitir 2 steps, þú getur hlustað á það hér að neðan. Fyrir
þá sem eru klárir í hinu fagra máli sem sænska er má einnig hlýða og horfa á viðtal við kappann þar sem hann talar m.a.
um tónlistina! Það má deila um hversu skemmtilegur maðurinn er, sem er með Boris í viðtalinu, en þið látið það ekki
á ykkur fá.
Það er klárt mál að Boris er mikill fengur fyrir félagið, það verður gaman að fylgjast með honum!