Nýr fimm ára samstarfssamningur knattspyrnudeildar KA og N1

Hermann Guðmundsson forstjóri N1 og Bjarni Áskelsson formaður knattspyrnudeildar KA staðfesta samnin…
Hermann Guðmundsson forstjóri N1 og Bjarni Áskelsson formaður knattspyrnudeildar KA staðfesta samninginn með handarbandi.

Í hófi á Hótel KEA í gærvöld var gengið frá nýjum fimm ára samningi milli knattspyrnudeildar KA og N1 um áframhaldandi samstarf. Samningurinn felur í sér stuðning N1 um framkvæmd N1-mótsins auk þess sem félagið verður næstu fimm árin aðal styrktaraðili knattspyrnudeildar KA.

Samstarf Olíufélagsins og síðar N1 um ESSO-mótið og síðar N1-mótið hefur verið farsælt í 25 ár og með samningnum sem var undirritaður í gærkvöld verður framhald á því næstu fimm árin í það minnsta – eða til 2015.