Hermann Guðmundsson forstjóri N1 og Bjarni Áskelsson formaður knattspyrnudeildar KA staðfesta samninginn með handarbandi.
Í hófi á Hótel KEA í gærvöld var gengið frá nýjum fimm ára samningi milli knattspyrnudeildar KA og N1 um áframhaldandi
samstarf. Samningurinn felur í sér stuðning N1 um framkvæmd N1-mótsins auk þess sem félagið verður næstu fimm árin aðal
styrktaraðili knattspyrnudeildar KA.
Samstarf Olíufélagsins og síðar N1 um ESSO-mótið og síðar N1-mótið hefur verið farsælt í 25 ár og með
samningnum sem var undirritaður í gærkvöld verður framhald á því næstu fimm árin í það minnsta – eða til
2015.