Óskar Þór Halldórsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA og Arinbjörn Þórarinsson, framkvæmdastjóri Greifans, undirrita samstarfssamningi
Knattspyrnudeild KA og Greifinn veitingahús hafa gert nýjan samning um Greifamót KA í knattspyrnu sem gerir ráð fyrir
að Greifinn verði aðalstyrktaraðili Greifamótanna fram á vor árið 2014.
Greifinn og KA hafa átt með sér samstarf um Greifamótin undanfarin ár, en fyrri samstarfssamningur um mótin rann
út á síðasta ári. Samningurinn hefur nú verið endurnýjaður, enda eru bæði knattspyrnudeild KA og Greifinn
sammála um samstarfið um mótin hafi verið mjög gott og farsælt.
Fyrsta Greifamótið á þessu ári verður haldið núna um helgina og þar etja kappi piltar í þriðja flokki karla. Sex lið keppa í A-liðum;
Fjarðabyggð, KF/Tindastóll/Hvöt, Þór, Völsungur,BÍ og KA. Í B-liðum mæta fjögur lið til
leiks; KA 1,KA 2,Völsungur og Þór. Greifamótið í fjórða flokki karla verður haldið dagana 18.-20. mars
og
síðasta Greifamót vetrarins verður að venju fyrir yngstu knattpspyrnuiðkendurna í Boganum laugardaginn 30. apríl nk.
Þar mæta til leiks krakkar í 8. flokki (bæði kyn), sjöunda flokki (bæði kyn) og sjötta flokki kvenna.