Nýr fjögurra ára samningur um Greifamótin

Óskar Þór Halldórsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA og Arinbjörn Þórarinsson, framkvæmdast…
Óskar Þór Halldórsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA og Arinbjörn Þórarinsson, framkvæmdastjóri Greifans, undirrita samstarfssamningi
Knattspyrnudeild KA og Greifinn veitingahús hafa gert nýjan samning um Greifamót KA í knattspyrnu sem gerir ráð fyrir að Greifinn verði aðalstyrktaraðili Greifamótanna fram á vor árið 2014.

Greifinn og KA hafa átt með sér samstarf um Greifamótin undanfarin ár, en fyrri samstarfssamningur um mótin rann út á síðasta ári. Samningurinn hefur nú verið endurnýjaður, enda eru bæði knattspyrnudeild KA og Greifinn
sammála um samstarfið um mótin hafi verið mjög gott og farsælt.

Fyrsta Greifamótið á þessu ári verður haldið núna um helgina og þar etja kappi piltar í þriðja flokki karla. Sex lið keppa í A-liðum; Fjarðabyggð, KF/Tindastóll/Hvöt, Þór, Völsungur,BÍ og KA. Í B-liðum mæta fjögur lið til
leiks; KA 1,KA 2,Völsungur og Þór. Greifamótið í fjórða flokki karla verður haldið dagana 18.-20. mars og
síðasta Greifamót vetrarins verður að venju fyrir yngstu knattpspyrnuiðkendurna í Boganum laugardaginn 30. apríl nk. Þar mæta til leiks krakkar í 8. flokki (bæði kyn), sjöunda flokki (bæði kyn) og sjötta flokki kvenna.