Deildir KA - þar á meðal knattspyrnudeild - hafa lengi átt í farsælu samstarfi við Höld - Bílaleigu Akureyrar og fyrirtækið verið einn af mikilvægustu bakhjörlum deildarinnar.
Að lokinni undirritun samstarfssamningsins á laugardag sagði Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds, fagna þessum samningi og hann lýsti mikilli ánægju með að uppaldir KA-menn eins og Jóhann Helgason, Elmar Dan Sigþórsson, Gunnar Valur Gunnarsson og Andrés Vilhjálmsson hafi á síðustu misserum komið til liðs við félagið og ætli að taka slaginn með því næsta sumar. Þetta væri jákvætt skref og mikilvægur þáttur í að gera komandi knattspyrnusumar áhugavert hjá KA. Steingrímur sagðist fagna því að geta með þessum nýja samstarfssamningi tekið þátt í þeirri uppbyggingu sem nú ætti sér stað hjá KA.