Taktíkin er áhugaverður þáttur á N4 þar sem Skúli Bragi Magnússon kynnir sér íþróttalífið á Akureyri og í nágrenni bæjarins. Óli Stefán Flóventsson sem tók nýverið við sem þjálfari KA var viðmælandi Skúla í síðasta þætti þar sem hann ræddi hina ýmsu kanta knattspyrnunnar og framhaldið hjá KA.
Við hvetjum ykkur eindregið til að kíkja á þennan flotta þátt og kynnast betur nýja þjálfaranum okkar. Fyrstu æfingaleikir KA undir stjórn Óla Stefáns verða svo í desember.